Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Fimmtudaginn 03. apríl 1997, kl. 11:37:21 (4916)

1997-04-03 11:37:21# 121. lþ. 98.5 fundur 493. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (heildarlög) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[11:37]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er alls ekki svo að Kvennalistinn telji að stefna Færeyinga sé að öllu leyti rétt. Það er alls ekki mín skoðun. Heldur eru þar ákveðin sjónarmið sem ég tel að við getum lært mjög mikið af, t.d. að hin almenna fiskvinnslukona fái laun fyrir sitt starf, atvinnuöryggi hennar sé að einhverju leyti tryggt sem annarra, í stað þess að lífsbjörginni sé kippt undan fólki með ákvörðun eins sægreifa.

Varðandi yfirlýsingar hagstjórnarmanna í Færeyjum þá var mjög athyglisvert að ræða við stjórnvöld þar. Það var greinilega alls ekki samdóma álit manna að þetta væri rétt mat. Ég vil að það komi fram. Því miður gefst ekki tími til að ræða það hér en ég ætla mér ekki að réttlæta á einn eða neinn hátt þá sjávarútvegsstefnu sem nú er rekin í Færeyjum.