Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Fimmtudaginn 03. apríl 1997, kl. 11:38:33 (4917)

1997-04-03 11:38:33# 121. lþ. 98.5 fundur 493. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (heildarlög) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[11:38]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Þessi umræða er orðin mjög sérstök. Hv. 19. þm. Reykv. hóf hana með því að líkja sjávarútvegsstefnu Færeyinga við sjávarútvegsstefnu Kvennalistans og segja að þar færi flest saman. Síðan lýkur hv. þm. þessari umræðu með því að frábiðja sér að hún ætli nokkurn tímann að réttlæta þá sjávarútvegsstefnu sem þar er rekin. Ég, herra forseti, get ekki annað en vakið athygli á þessum miklu sinnaskiptum sem mér finnst hafa verið furðugóð á skömmum tíma.