Veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands

Fimmtudaginn 03. apríl 1997, kl. 11:42:55 (4920)

1997-04-03 11:42:55# 121. lþ. 98.5 fundur 493. mál: #A veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands# (heildarlög) frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[11:42]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi athugasemd mín er nú ekki gagnrýni á að veiðieftirlit sé virkt eða nokkuð í þeim dúr, heldur hitt að sú aðferðafræði sem þarna birtist er mjög á skjön við þá hefð og venjur og þær reglur sem gilt hafa um stjórn skipstjóra á sínu skipi. Ég vildi vekja á þessu athygli. En á hinn bóginn mun sjútvn. fara mjög ítarlega yfir þetta mál og skoða þetta frekar. En eins og þetta er úr garði gert núna, virðulegi forseti, þá geri ég ráð fyrir að einhverjar brtt. um þetta muni koma fram.