Eignarhald á auðlindum í jörðu

Fimmtudaginn 03. apríl 1997, kl. 19:15:20 (4979)

1997-04-03 19:15:20# 121. lþ. 98.10 fundur 304. mál: #A eignarhald á auðlindum í jörðu# frv., 305. mál: #A virkjunarréttur vatnsfalla# frv., ÁMM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur

[19:15]

Árni M. Mathiesen (andsvar):

Herra forseti. Ég held að ef þær bætur sem greiddar voru vegna Blönduvirkjunar væru skoðaðar sem hlutfall af heildarkostnaði við virkjunina, þá yrðu þær mjög lág tala, mjög lág prósentutala.

Varðandi skuldbindingar Sjálfstfl. þá tel ég einfaldlega að við eigum að beita einkaeignarréttinum á þessu sviði sem öðrum, það sé farsælast. Við þurfum hins vegar að hafa um þetta skýra löggjöf. Það eru ágreiningsmál sem þarf að leysa úr og það þarf að hafa um það skýr ákvæði hvenær og hvernig hægt er að taka þessi réttindi eignarnámi. Ég efast ekkert um að það verður gengið í það verk því að sannarlega er löggjöfin um þessi efni orðin gömul og þarfnast endurskoðunar. Við skulum bara sjá hverju fram vindur. Vonandi fer það allt á besta veg.