Búnaðargjald

Föstudaginn 04. apríl 1997, kl. 11:00:19 (4990)

1997-04-04 11:00:19# 121. lþ. 99.9 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[11:00]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. ráðherra sagði að þetta væri breyting í rétta átt og ég er sammála því. Þetta er jákvæð breyting. Þetta er mikil einföldun á kerfi sem var nánast gjörsamlega óskiljanlegt og að því leyti er þetta gott skref í rétta átt.

Hæstv. ráðherra nefndi enn fremur að nefndinni væri falið að skoða þetta mál og ég ætla að varpa fram spurningu fyrir hæstv. ráðherra: Getur hann hugsað sér að nefndin skoðaði þetta í þá veru að hugsa svo sem eins og 10--15 ár fram í tímann og fella þetta gjald niður í áföngum eða lækka það verulega í áföngum þannig að landbúnaðurinn sem ber þetta gjald --- það er landbúnaðurinn sem borgar þetta --- verði fríaður og frelsaður undan þessum álögum sem gjaldið felur í sér? Gæti ráðherra hugsað sér að hv. landbn. skoði málið í þá veru að fella niður eða lækka gjaldið verulega í áföngum, segjum á 10--15 árum þannig að landbúnaðurinn geti risið upp undan þessu helsi og starfað eins og heilbrigð atvinnugrein?