Búnaðargjald

Föstudaginn 04. apríl 1997, kl. 11:05:00 (4993)

1997-04-04 11:05:00# 121. lþ. 99.9 fundur 478. mál: #A búnaðargjald# (heildarlög) frv., landbrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[11:05]

Landbúnaðarráðherra (Guðmundur Bjarnason) (and\-svar):

Hæstv. forseti. Ég vil ítreka það og undirstrika, af því að mér fannst aðeins koma fram í máli hv. þm. að við værum hér að auka skatta eða hér væri ný skattheimta eða nýjar skattálögur á bændastéttina eða á landbúnaðinn og þessa atvinnugrein, að við erum að lækka skattana umtalsvert þannig að það sé alveg skýrt að með þessu skrefi er nú þegar verið að lækka þessar álögur umtalsvert þó að þær séu auðvitað enn þá nokkrar. Það er rétt sem kemur fram hjá hv. þm. að auðvitað er nauðsynlegt að skoða vel hvernig hægt er að draga úr gjöldum og álögum og það er verið að gera. Hér er verið að gera umtalsvert, bæði með kerfisbreytingu og með því að lækka skattana á atvinnugreinina þannig að ég tel að hér sé stigið stórt skref og við eigum að láta tímann vinna með okkur í því hversu hratt við getum haldið áfram á sömu braut í þessu efni.