Erlendar skuldir þjóðarinnar

Föstudaginn 04. apríl 1997, kl. 15:07:47 (5041)

1997-04-04 15:07:47# 121. lþ. 99.20 fundur 431. mál: #A erlendar skuldir þjóðarinnar# þál., Flm. PHB
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[15:07]

Flm. (Pétur H. Blöndal):

Herra forseti. Ég þakka jákvæðar undirtektir hjá hv. þm. Svavari Gestssyni. Ég vissi nú ekki af þessum eindregna áhuga hans á þessu máli og hefði gjarnan viljað hafa hann með á þáltill. En ég er honum hjartanlega sammála og það er þess vegna sem ég flyt þessa tillögu að það er miklu betra fyrir þjóðina að láta vextina vinna með sér heldur en gegn sér. Við erum núna að borga þvílíkar upphæðir í vexti af þessum erlendu skuldum að það er nánast allur tekjuskattur á einstaklinga í landinu. Það er því mjög brýnt að við mörkum okkur stefnu um hvernig við ætlum að ná þessum skuldum niður. Ég vil endurtaka þakkir mínar til hv. þm.