Slit á Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands

Föstudaginn 04. apríl 1997, kl. 16:17:30 (5049)

1997-04-04 16:17:30# 121. lþ. 99.23 fundur 482. mál: #A slit á Eignarhaldsfélaginu Brunabótafélag Íslands# frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur

[16:17]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það hefur einmitt komið í ljós á verðbréfamarkaðinum að hlutabréf eða skuldabréf frá sveitarfélögum eru mjög mismunandi metin einmitt vegna þess að menn eru farnir að átta sig á þessum útbreidda misskilningi um ríkisábyrgð á skuldbindingum sveitarfélaga. Þess vegna horfa þeir sem kaupa skuldabréf af sveitarfélögum í auknum mæli til þess hvernig þau eru rekin, hvort þau skili hagnaði eða afkomu og eins til þess hvort skatttekjurnar séu tryggar til langframa. Sveitarfélög þar sem íbúum fækkar eiga því erfiðara með að selja skuldabréf en hin þannig að menn eru farnir að átta sig á því að það er ekki ríkisábyrgð á sveitarfélögunum.