Guðmundur Beck fyrir HG

Mánudaginn 14. apríl 1997, kl. 15:17:37 (5079)

1997-04-14 15:17:37# 121. lþ. 101.1 fundur 274#B Guðmundur Beck fyrir HG#, Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[15:17]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Borist hafa eftirfarandi bréf:

,,Þar sem ég er á förum til útlanda og get ekki sótt þingfundi næstu tvær vikur leyfi ég mér, með vísun til 2. mgr. 53. gr. laga um þingsköp Alþingis, að óska þess að 2. varaþm. Alþb. og óháðra í Austurl., Guðmundur Beck bóndi, taki sæti á Alþingi í fjarveru minni og forföllum 1. varaþm. listans í Austurl.

Þetta er yður hér með tilkynnt, herra forseti, með ósk um að fram fari á Alþingi rannsókn á kjörbréfi varaþingmannsins.

Hjörleifur Guttormsson, 4. þm. Austurl.``

,,Vegna sérstakra anna sé ég mér ekki fært að taka sæti Hjörleifs Guttormssonar, 4. þm. Austurl., á Alþingi sem 1. varaþm. Alþb. og óháðra í Austurl.

Virðingarfyllst, Þuríður Backman.``

Kjörbréfanefnd kom saman áður en þingfundur hófst til að rannsaka kjörbréf Guðmundar Becks.