Lánasjóður íslenskra námsmanna

Mánudaginn 14. apríl 1997, kl. 17:50:49 (5123)

1997-04-14 17:50:49# 121. lþ. 101.3 fundur 531. mál: #A Lánasjóður íslenskra námsmanna# (endurgreiðsla o.fl.) frv., HjÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur

[17:50]

Hjálmar Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ef ég svara hv. 5. þm. Suðurl. þá lít ég alls ekki svo á að úrskurðarnefnd á borð við þá sem ég nefndi áðan komi í stað æðri málskotsréttar. Ég reyndi hins vegar að draga það fram og vekja athygli á því að stjórn gæti komið sér saman um þá leið sem vinnulag að hafa undirnefnd skipaða með tilteknum hætti til þess að vísa vafamálum til. Það tel ég ekkert óeðlilegt en ég ítreka að ég álít ekki að það komi í stað eins eða neins málskotsréttar.

Ég vil vara við því sem þingmaðurinn sagði um stórsigur framsóknarmanna. Hér á ekkert að vera að tala um sigurvegara eða þann sem tapar. Ég tel að þetta sé mikið framfaraspor fyrir námsmenn og það er það sem er kjarni þessa máls.