Búfjárhald

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 14:07:40 (5144)

1997-04-15 14:07:40# 121. lþ. 102.1 fundur 522. mál: #A búfjárhald# (forðagæsla, merking o.fl.) frv., ÍGP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[14:07]

Ísólfur Gylfi Pálmason (andsvar):

Herra forseti. Ég get í raun tekið undir margt af því sem hv. þm. Svavar Gestsson sagði um þetta frv. Ég verð hins vegar að láta þess getið --- af því að hann saknaði nokkurra þingmanna héðan úr salnum --- að eins og allir þingmenn vita er hægt að fylgjast með þessari umræðu t.d. inni á skrifstofum þingmanna. Það gerum við mjög gjarnan. Þar getum við nýtt tímann mjög vel á meðan við hlustum á umræðuna en ég vil einnig láta þess getið að akkúrat nú gengur í salinn Guðni Ágústsson sem saknað var áðan en ég vissi að hann hafði skyldum að gegna á vegum þingsins rétt áðan en nú er hann kominn. Ég þarf í raun ekki að bera af honum sakir því hann fær þessi skilaboð sem fram komu áðan.