Suðurlandsskógar

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 14:41:33 (5151)

1997-04-15 14:41:33# 121. lþ. 102.3 fundur 524. mál: #A Suðurlandsskógar# frv., LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[14:41]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil fagna framkomu þessa frv. og lýsa ánægju minni með að menn skuli ætla að reyna að byggja upp skóga á Suðurlandi. Ástæða þess að ég kveð mér hljóðs í andsvari er sú að ég átta mig ekki alveg á 2. mgr. 3. gr. frv., þar sem ég fæ ekki séð hverjir það eru sem geta gengið inn í það að gera samninga um Suðurlandsskóga því það kemur hvergi fram hver þessi almennu skilyrði eru, né að öllum standi þetta til boða. Það kom ekki fram hjá í framsöguræðu hæstv. ráðherra hvort einhver almenn skilyrði væru til staðar eða hvort menn hefðu markað einhver almenn skilyrði um þetta. Því væri mjög gott ef hæstv. ráðherra kæmi upp og gerði þingheimi grein fyrir því hvort ætlunin sé að allir geti gengið inn í þetta eða hvort það séu einhver sérstök skilyrði sem eiga eftir að líta dagsins ljós. En að öðru leyti, virðulegi forseti, þá vil ég fagna þessu frv. og vænti þess að það fari hratt í gegnum þingið.