Suðurlandsskógar

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 15:33:30 (5168)

1997-04-15 15:33:30# 121. lþ. 102.3 fundur 524. mál: #A Suðurlandsskógar# frv., SJóh (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[15:33]

Sigríður Jóhannesdóttir (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á því að þakka hæstv. landbrh. fyrir þetta frv. sem hér liggur fyrir sem mér finnst vera mjög áhugavert. Ég á þess kost að fylgja því eftir, grein fyrir grein, í landbn. og mun að sjálfsögðu gera það þar. En það er eitt atriði sem ég hef saknað bæði úr frv. og þessari umræðu og það er að ég sé hér hvergi minnst á umhverfismat.

Ég tel að svo viðamikil skógrækt sem hér er ráðgerð muni hafa afgerandi umhverfisáhrif þegar til lengri tíma er litið og mér finnst svolítið sérkennilegt að sérstakt umhverfismat skuli ekki hafa verið gert í tengslum við þetta og vildi gjarnan fá skýringu á því.