Kennara- og uppeldisháskóli Íslands

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 22:11:56 (5225)

1997-04-15 22:11:56# 121. lþ. 102.11 fundur 532. mál: #A Kennara- og uppeldisháskóli Íslands# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[22:11]

Svavar Gestsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir þessi svör sem ég skil þannig að háskólaráðið setji sér sjálft reglur í þessum efnum. Þannig á það að vera og ég styð ráðherrann í því efni. Ég vil einnig taka fram að ég teldi að það kæmi hins vegar til greina að ganga þessa sömu braut á enda með því að skólinn sjálfur eða háskólasamfélagið á Íslandi með einhverjum hætti réði öllum fulltrúum í dómnefndunum, en ekki væri verið að kalla inn fulltrúa frá pólitískum menntmrh.