Íþróttalög

Þriðjudaginn 15. apríl 1997, kl. 23:53:02 (5247)

1997-04-15 23:53:02# 121. lþ. 102.16 fundur 543. mál: #A íþróttalög# (heildarlög) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 102. fundur

[23:53]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil aðeins ítreka það sem ég sagði að þegar um er að ræða að spurt er hvaða aðili það sé sem kemur fram fyrir hönd íþróttahreyfingar Íslands út á við á erlendum vettvangi, þá tel ég að það sé Íþróttasamband Íslands. Að sjálfsögðu tekur Ungmennafélag Íslands eins og mörg sérsambönd innan ÍSÍ þátt í alþjóðlegu samstarfi. En spurningin er þessi: Ef spurt er og menn eru að velta fyrir sér hver sé hinn æðsti aðili fyrir hönd íþróttahreyfingarinnar, ef um einn sameiningaraðili þarf að vera út á við, þá lít ég þannig á að það sé Íþróttasamband Íslands og þannig túlka ég þessa grein. Það var alltaf mín ætlan að menn væru ekki að velkjast í vafa um þetta atriði. Ef svo er þá finnst mér þeim mun meiri ástæða til að hv. nefnd taki af skarið í sínum meðförum á málinu.