Steinbítsveiðar

Miðvikudaginn 16. apríl 1997, kl. 13:43:14 (5267)

1997-04-16 13:43:14# 121. lþ. 103.8 fundur 471. mál: #A steinbítsveiðar# fsp. (til munnl.) frá sjútvrh., sjútvrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[13:43]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Það eru alveg skýr ákvæði í lögum um stjórn fiskveiða um þessi efni sem leggja ráðherra skyldur á herðar þegar fyrir liggur mat Hafrannsóknastofnunar á ástandi tiltekinna stofna. Og eins og fram kom í máli hv. fyrirspyrjanda mætti fremur gagnrýna ráðherrann fyrir það að hafa ekki ákveðið ári fyrr að þessar veiðar færu í kvóta því að það voru gild rök fyrir því að taka þessa ákvörðun einu ári fyrr. Og þær dylgjur sem hér eru bornar fram af hv. þingmönnum eru fyrir neðan allar hellur. Eða hvaða hagsmuni eru þeir að verja þegar þeir bera það fram hér í þinginu að ráðherra eigi að virða lögin að vettugi og leyfa hér stjórnlausar veiðar á stofnum þegar vísindalegar niðurstöður liggja fyrir um nauðsyn þess að stjórna þurfi veiðum? Hvaða hagsmuni er þá verið að verja? Ég spyr.