Skyndiskoðanir Landhelgisgæslunnar

Miðvikudaginn 16. apríl 1997, kl. 13:54:18 (5272)

1997-04-16 13:54:18# 121. lþ. 103.9 fundur 511. mál: #A skyndiskoðanir Landhelgisgæslunnar# fsp. (til munnl.) frá dómsmrh., dómsmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur

[13:54]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Ég tek undir það með hv. fyrirspyrjanda að þær upplýsingar sem hér koma fram færa okkur heim sanninn um að í allt of mörgum tilvikum eru gerðar athugasemdir við búnað skipa eða önnur þau atriði sem eiga að vera í lagi. Vissulega er í sumum tilvikum um minni háttar atriði að ræða en í allt of mörgum tilvikum er um að ræða mjög alvarleg atriði sem fyllsta ástæða er til að gefa gaum.

Mér er ekki kunnugt um hver hafa verið viðbrögð Siglingastofnunar vegna athugana sem Landhelgisgæslan hefur gert. En þessar upplýsingar vekja hins vegar upp þá spurningu hvort ekki sé unnt á einhvern hátt að koma við skjótari viðbrögðum en er í dag og hraðvirkari afgreiðslu þessara mála og hugsanlega sektarvaldi Landhelgisgæslu í einhverjum tilvikum í samræmi til að mynda við heimildir löggæslunnar um umferðarlagabrot. Þetta eru atriði sem ég held að þurfi að huga að í framhaldi af þeim upplýsingum sem hér liggja fyrir.