Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 17. apríl 1997, kl. 15:26:09 (5354)

1997-04-17 15:26:09# 121. lþ. 105.1 fundur 288#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), GE (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur

[15:26]

Gísli S. Einarsson (andsvar):

Herra forseti. Ég sé ekki ástæðu til þess að orðlengja, en ég vil þakka hæstv. utanrrh. fyrir undirtektir við mín orð. Ég tel að staðan sé þannig að þinginu beri að kynna fyrir þjóðinni, fyrir fjölmiðlum, hvað það er í raun og veru sem verið er að vinna á alþjóðlegum vettvangi af hálfu þingsins og kannski þarf að fjalla enn meira heldur en gert er um hvaða hlutverki Íslendingar hafa átt að gegna, þessi fámenna þjóð --- eins og Svíar segja stundum: Lilla Island --- þ.e. hvað þessi fámenna þjóð hefur getað haft mikil áhrif. Það er kannski fyrir það að við eigum talsmenn sem skara fram úr oft og tíðum. Ég vil nefna að þeir aðilar sem ég gerði hér að umræðuefni hafa gert það svo sannarlega þar sem ég hef séð til. Ég ítreka þakkir fyrir þau svör sem ég fékk hér frá hæstv. utanrrh.