Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 14:56:38 (5440)

1997-04-18 14:56:38# 121. lþ. 106.6 fundur 528. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (skatthlutfall, barnabætur o.fl.) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[14:56]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Ég er ekki í þeim hópi sem hefur verið að gagnrýna það að verið sé að lækka skatta sem framlag til kjarasamninga. Ég hef einmitt sagt að á meðan við búum við svo slæm kjör hjá fólki, þessi sultarkjör, þá verðum við að nýta þetta tekjujöfnunarkerfi sem við höfum í skattinum. Það er ekki gert með eðlilegum hætti að mínu mati. En mér finnst hæstv. ráðherra komast nær sannleikanum núna þegar hann hér í lok þessarar umræðu lýsir því yfir að þessar skattbreytingar hafi verið tilkynntar verkalýðshreyfingunni, ég held að að sé nær sanni, en þessi útfærsla sé ekki gerð í samráði við verkalýðshreyfinguna.

Ég vil segja í lokin að ég fagna því að ráðherrann hefur með lokaorðum sínum alls ekki útilokað að gerðar verði breytingar í efh.- og viðskn. og þá væntanlega til samræmis við þau sjónarmið sem sett hafa verið fram af hálfu ASÍ og BSRB.