Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 16:44:26 (5457)

1997-04-18 16:44:26# 121. lþ. 106.8 fundur 530. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[16:44]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla ekki að svara fyrir formann bankaráðs Landsbankans. En mér sýnist þetta frekar dvergar sem eru að reyna að slægjast eftir að komast inn á teiginn hjá tröllunum þegar litið er á stærðarhlutföll lífeyrissjóðanna sem eru með 260 milljarða og bankanna sem eru með eigið fé upp á 20 milljarða. Þetta eru náttúrlega bara dvergar og tröll, eins og þingheimur sér.

En hv. þm. svaraði ekki seinni spurningunni um áhrif ASÍ og Vinnuveitendasambandsins á löggjafarsamkomu Íslands, sem er hið háa Alþingi. Þeir lögðu nefnilega til og fengu í gegn breytingu á frv. sem ríkisstjórnin, sem nýtur stuðnings Alþingis, ætlaði ekki að leggja fram. (Gripið fram í: En áhrif hv. kolkrabba?)