Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 16:48:07 (5460)

1997-04-18 16:48:07# 121. lþ. 106.8 fundur 530. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., JBH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[16:48]

Jón Baldvin Hannibalsson (andsvar):

Herra forseti. Þetta var þekkileg ræða hv. 2. þm. Vestf. Ég vek athygli þingheims á því að nú er sú breyting á að maðurinn sem ég vitnaði í áðan, þ.e. aðalþingmaður framsóknarmanna á Vestfjörðum, hefur orðið að hverfa af þingi vegna mikilla anna við mikilvægari fjármálastörf og í staðinn er kominn klassískur framsóknarmaður, Ólafur Þ. Þórðarson, og mun leggja okkur lið í þessu máli gegn Ný-Framsókn.