Skyldutrygging lífeyrisréttinda

Föstudaginn 18. apríl 1997, kl. 17:59:13 (5481)

1997-04-18 17:59:13# 121. lþ. 106.8 fundur 530. mál: #A skyldutrygging lífeyrisréttinda# (heildarlög) frv., PHB (um fundarstjórn)
[prenta uppsett í dálka] 106. fundur

[17:59]

Pétur H. Blöndal (um fundarstjórn):

Herra forseti. Þessar tvær fyrirspurnir eru búnar að vera í vinnslu nokkuð lengi. Önnur er reyndar sambærileg og nánast sama fyrirspurn og ég lagði fyrir hæstv. forsrh. á síðasta þingi þannig að það að hún skuli koma núna er tilviljun. Það er hrein tilviljun að fyrirspurnunum er útbýtt núna og það er alveg satt því að ég lagði þær inn á skrifstofuna til skoðunar fyrir 3--4 dögum. Það var reyndar fyrir helgina sem ég lagði þær fram þegar nefndafríið var, og varð að bíða þá, þannig að þetta er orðið nokkuð gamalt. Ég lagði þessar fyrirspurnir fram fyrir nefndavikuna þannig að þær eru orðnar svo gamlar. Og það að ég skuli þá hafa vitað hvað er til umræðu núna er alveg út í hött þannig að það má segja að það sé bara tilviljun að þær koma núna fram og svo sem ágætt til að upplýsa málið.

(Forseti (ÓE): Forseti tekur þetta mál til athugunar.)