Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Mánudaginn 21. apríl 1997, kl. 22:00:56 (5563)

1997-04-21 22:00:56# 121. lþ. 108.6 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., Frsm. meiri hluta EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur

[22:00]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Nú fer að kreppa að. Nú kemur ný sagnfræði sem ég hef ekki heyrt lengi. Íslandsbanki var stofnaður 18 árum á eftir Landsbankanum. Landsbankinn var stofnaður 1886 en ef við ætlum að fara að rifja upp sorgarsögu íslenskra banka þá er rétt að gera það. (Gripið fram í.) Besta og mesta framfaraskeið Íslands á þessari öld var stofnun Íslandsbanka sem var stofnaður 1904. Ömurlegasta saga íslenskra pólitíkusa er ofsóknir þeirra á þennan banka og aldrei hafa íslenskir stjórnmálamenn unnið íslensku efnahagslífi önnur eins hefndarverk og þau fáráðlingsfífl sem stóðu að þeim ofsóknum (Gripið fram í: Haltu þig bara að ...) og hafi menn ekki lesið Ólaf Björnsson og sögu Íslandsbanka og Útvegsbankans þá held ég a.m.k. að hv. þm. Ólafur Þ. Þórðarson þurfi að lesa þá bók aftur.