Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 13:40:52 (5580)

1997-04-22 13:40:52# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[13:40]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Það er hverju orði sannara hjá flm. þessarar tillögu, hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni, að ríkisstjórnarflokkunum hafi verið mislagðar hendur við að bræða saman sjónarmið sín í þessu máli eins og fram hefur komið í umræðu um málið í efh.- og viðskn. og á hinu háa Alþingi. Við þingmenn jafnaðarmanna flytjum hins vegar brtt. við frv. sem miða að því að sníða af því verstu vankantana, bæði að því er varðar það að við viljum tryggja dreifða eignaraðild við útboð viðbótarhlutafjár og tryggja að farið sé að skilmerkilegum leikreglum í stjórnkerfi bankanna, m.a. með ráðningu bankastjóra og skipan bankaráða. Staðreyndin er hins vegar sú að þrátt fyrir ágalla á frv. þá er með því stigið skref í rétta átt, nefnilega að breyta ríkisbönkunum í hlutafélagaform, en það lagaform á að vera í þá átt að tryggja samræmdar samkeppnisreglur á fjármagnsmörkuðum. Þrátt fyrir ágallana og í ljósi þess að við viljum fá okkar brtt. til atkvæða þá segi ég nei við þeirri tillögu að vísa málinu til ríkisstjórnar.