Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 13:48:38 (5586)

1997-04-22 13:48:38# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., ÓÞÞ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[13:48]

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Þrátt fyrir að ég gerði rækilega grein fyrir því hér í gær að hlutafélagsbankar geta farið á höfuðið eins og aðrir bankar þá tel ég eðlilegt að það sé samræmi í því að allir bankar Íslands séu reknir sem hlutafélagsbankar en ég hefði talið æskilegt að ríkið ætti ávallt einn viðskiptabanka. Það er mín skoðun.