Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 14:08:47 (5600)

1997-04-22 14:08:47# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[14:08]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Brtt. frá hv. þm. Steingrími J. Sigfússyni gerir ráð fyrir að Alþingi kjósi í bankaráðin. Ég leggst gegn þeirri tillögu. Það er óeðlilegt að mínu mati að Alþingi kjósi í stjórn hlutafélags. Ég styð að framkvæmdarvaldið fari með hlut ríkisins í hlutafélagi. Við leggjum hins vegar til að það verði ekki einn ráðherra heldur tveir sem fari með hlut ríkisins, þ.e. bæði viðskrh. og fjmrh. Pólitísk afskipti af bönkum eins og við þekkjum hafa oft á tíðum ekki orðið bankastarfsemi hérlendis til framdráttar. Ég tel óeðlilegt að Alþingi kjósi í bankaráðin eftir að bönkunum hefur verið breytt í hlutafélög og ég leggst gegn þessari tillögu.