Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 14:14:12 (5602)

1997-04-22 14:14:12# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., JBH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[14:14]

Jón Baldvin Hannibalsson:

Herra forseti. Hér er flutt sú brtt. að fjmrh. auk viðskrh. komi að málum að því er varðar framkvæmd á hlut framkvæmdarvaldsins varðandi hlutafélagabankanna. Þessi brtt. er flutt út frá því eðlilega sjónarmiði að það eigi að gilda aðskilnaður framkvæmdarvalds og löggjafarvalds eins og áður hefur reynt á en ekki síður hitt að fjmrh. er vörsluaðili samkvæmt verkaskiptingu Stjórnarráðsins á öllum eigum ríkisins. Af því að frv. kveður á um áform um sölu á hlut ríkisins þá varðar þetta einnig ríkisfjármálin og þess vegna er það að réttum stjórnsýslureglum eðlilegt að fjmrh. eigi hlut að máli fyrir utan fagráðherra í hverju tilviki þegar um er að ræða áform um sölu á eignarhlutum ríkisins.