Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 14:18:35 (5604)

1997-04-22 14:18:35# 121. lþ. 109.4 fundur 409. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[14:18]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Fyrr í þessari atkvæðagreiðslu er búið að hafna því að Alþingi fái að kjósa bankaráðin og menn bera fyrir sig einhverja sérkennilega dóma í þeim efnum sem ég átta mig satt best að segja ekki á því ég hélt að lýðræðið skipti öllu máli. Fyrr í þessari atkvæðagreiðslu hafa menn líka kosið að hafna starfsfólkinu. Það má ekki koma nálægt þessu máli. Það má ekki fylgjast með undirbúningi málsins einu sinni og það má ekki fylgjast með málinu í bankaráðunum. Hér er gerð lágmarkstillaga um að krefjast dreifðrar eignaraðildar og það er beinlínis grunsamlegt, svo ekki sé meira sagt, að stjórnarliðið skuli líka hafna þessu. Fyrir hverja er verið að vinna? Fákeppnisvaldið, klíkuvaldið í íslenskum stjórnmálum. Það er það sem er að hafa sigur hér í hverri atkvæðagreiðslunni á fætur annarri, því miður, herra forseti.