Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.

Þriðjudaginn 22. apríl 1997, kl. 19:28:28 (5656)

1997-04-22 19:28:28# 121. lþ. 109.21 fundur 408. mál: #A Fjárfestingarbanki atvinnulífsins hf.# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur

[19:28]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Eins og ég sagði hér áðan þá er margt órætt í þessu máli. Ég ætla bara að segja það að lokum að ég tel mjög mikilvægt að það hefur komið fram hjá hæstv. ráðherra að hann telji að þarna geti orðið um að ræða samkeppni við starfsemi viðskiptabankana að því er varðar hluta af starfsemi þessa banka sem verið er að setja á laggirnar hér. Það er sem sagt bersýnilegt að hér er verið að efna til samkeppni, að ég held að óþörfu vegna þess að viðskiptabankarnir eru að þróa hlutina býsna hratt í þá átt að þeir geti veitt langtímalánaþjónustu. Auk þess er það náttúrlega þannig að stærri fyrirtæki hér leita í vaxandi mæli til erlendra banka að því er varðar lánaþjónustu af ýmsu tagi. Ég held þess vegna að niðurstaðan sé sú af þessari umræðu allri að skynsamlegast hefði verið að þessir sjóðir hefðu verið teknir inn í viðskiptabankana með þeim hætti sem rætt hefur verið hér fyrr í dag.