Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 18:27:58 (5704)

1997-04-23 18:27:58# 121. lþ. 111.18 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., SvG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[18:27]

Svavar Gestsson (andsvar):

Herra forseti. Eins og alþjóð veit tek ég mikið mark á hv. 3. þm. Vestf. og getur vel verið að honum þyki þar nóg um vegna þess að það spyrst illa fyrir hann í kjördæminu að ég taki mikið mark á honum. Ég ætla hins vegar að segja, að því er þessi mál varðar, að þá var mér nokkuð brugðið þegar hann sagði að á hans stutta tíma hér á Alþingi hefði hann mætt meiri andstöðu við dreifbýlið en hann bjóst við. Ég verð að segja það eins og er að ég er dálítið hissa á þessu vegna þess að ég hélt að þetta væri ekki svona. Ég hlustaði á þessi orð með athygli og mér finnst þau benda til þess að þá eigi menn að taka sig á.