Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 18:28:41 (5705)

1997-04-23 18:28:41# 121. lþ. 111.18 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., Frsm. meiri hluta EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[18:28]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá hv. þm. Ég sagði þetta og ég sagði bara rétt og satt frá þessu. Svo kann það að vera að ástæðnanna sé að leita í ýmsu og við landsbyggðarþingmenn þurfum þá líka að spyrja okkur: Hvernig stendur á því að við höfum svona neikvæða umfjöllun? Kannski er það meira og minna okkur sjálfum að kenna. Ég er ekkert að dæma um það. Ég bara hef orð á þessu og vil þess vegna benda á að nauðsynlegt er að halda uppi þessari umræðu og gera það á gagnrýninn hátt, bæði gagnvart mönnum sem búa hér í þéttbýlinu og ekki síður okkur sjálfum sem búum í dreifbýlinu.