Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 18:33:47 (5708)

1997-04-23 18:33:47# 121. lþ. 111.18 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., Frsm. 1. minni hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[18:33]

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Við erum þessa dagana að stofna í rauninni fjögur opinber fyrirtæki og þá að selja hlut í þeim sem þýðir að þau vaxa. Þau vaxa mjög mikið, þau vaxa um fleiri, fleiri milljarða. Og hvar eru þau staðsett? Öll í Reykjavík. Þau frumvörp sem við erum að samþykkja auka umsvif í Reykjavík.

Ég held að þessi mikli vöxtur á ríkisumsvifum sé vandamál landsbyggðarinnar, þ.e. hvað mikið er stofnað af ríkisfyrirtækjum og hve illa gengur að einkavæða. Þetta kemur niður á landsbyggðinni vegna þess að ríkið er í eðli sínu miðstýrt og ríkið verður í Reykjavík og landsbyggðin sýpur seyðið af því hvað ríkið er stöðugt að vaxa.