Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 18:34:40 (5709)

1997-04-23 18:34:40# 121. lþ. 111.18 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., Frsm. meiri hluta EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[18:34]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Einar Oddur Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt hjá þingmanninum að okkur gengur mjög illa að einkavæða. Okkur gengur allt of illa og við skulum heita hver öðrum því að reyna að ganga harðar og betur fram í því nú framvegis en áður. Það þarf mjög á því að halda. Hins vegar er ég ekki sammála honum um að við séum með þessum frumvörpum að auka umsvif ríkisins. Við erum að fara af stað í að minnka umsvif ríkisins. Það mun taka tíma. En ég er sannfærður um það að á mjög skömmum tíma, eins og ég hef sagt hér áður, herra forseti, munum við selja þessi fyrirtæki. Ríkið mun losa sig út úr þessum rekstri. Það mun verða öllum til góðs, viðskiptalífinu í heild og allri byggðinni.