Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Miðvikudaginn 23. apríl 1997, kl. 18:43:43 (5713)

1997-04-23 18:43:43# 121. lþ. 111.18 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., Frsm. 1. minni hluta PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 111. fundur

[18:43]

Frsm. 1. minni hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er ekki öldungis rétt vegna þess að ríkið mun hafa forsjá yfir stærri hluta markaðarins. Það mun hafa meirihlutaafl á stærri hluta markaðarins vegna þess að það er búið að fá inn til sín 5--10 milljarða frá atvinnulífinu sem starfa undir þess verndarvæng, undir þess meiri hluta og það er meiri hlutinn sem skiptir máli. Þannig hafa menn byggt upp stórar keðjur erlendis ef vel tekst. Það er mikilvægt að ráða meiri hlutanum, ekki það hversu margar prósentur menn eiga í eignarhluta. Og það er einmitt kúnstin hjá auðjöfrum erlendis að ráða sem mestu með sem minnstu eigin framlagi. Menn hafa byggt upp mjög flókin og útspekúleruð kerfi til þess að ráða sem mestu með sem minnstu eigin framlagi eða eins miklu og þeir ráða við, ráða sem sagt miklu meira fjármagni heldur en þeir eiga sjálfir. Þetta er það sem ríkið er að gera hérna. Það ætlar sér að fá fjármagn inn til sín og ætlar að hafa meiri hluta í því og passa það. En auðvitað vonum við að þetta verði selt og þegar það hefur gerst, þá verð ég ánægður með þetta.