Tryggingagjald

Föstudaginn 02. maí 1997, kl. 14:50:12 (5730)

1997-05-02 14:50:12# 121. lþ. 115.2 fundur 541. mál: #A tryggingagjald# (sjálfstætt starfandi einstaklingar) frv., Frsm. meiri hluta VE (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 115. fundur

[14:50]

Frsm. meiri hluta (Vilhjálmur Egilsson):

Hæstv. forseti. Meiri hluti efh.- og viðskn. flytur hér frv. til laga um breytingu á lögum um tryggingagjald, nr. 113/1990, og lögum nr. 156/1996, um breytingu á þeim lögum.

Frv. þetta er afar stutt. Það byrjar með greinum og þar af er einungis ein efnisgrein svohljóðandi:

,,Þó skulu tekjur af atvinnutryggingagjaldi vegna reiknaðs endurgjalds þeirra sem falla undir gildissvið laga um Tryggingasjóð sjálfstætt starfandi einstaklinga renna í hlutaðeigandi deild þess sjóðs.

Þetta mál kom til umfjöllunar fyrr í vetur. Meiningin var að afgreiða samhliða breytingu af þessum toga við frv. til laga um Tryggingasjóð einyrkja. Það mál verður hins vegar væntanlega ekki að lögum fyrr en á næstu dögum. Því var ákveðið fyrir jól að taka þennan þátt frv. um tryggingagjald út úr og flytja það sem sjálfstætt þingmál þegar horfur væru á því að frv. til laga um Tryggingasjóð einyrkja yrði samþykkt. Af þessum ástæðum er þetta frv. flutt, hæstv. forseti, og ekki þörf á að halda lengri ræðu um það mál.

Ég legg til að frv. verði þegar vísað til 2. umr. Það er óþarfi að fjalla um þetta í efh.- og viðskn. þar sem um þetta hefur þegar verið fjallað þar.