Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 15:40:20 (5785)

1997-05-05 15:40:20# 121. lþ. 116.1 fundur 304#B veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum# (óundirbúin fsp.), SvanJ
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[15:40]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Ég tók líka eftir því að hæstv. ráðherrann sagði að honum hefði verið þessi einn kostur. Nú er það svo að fyrir þinginu hefur legið tillaga frá Sighvati Björgvinssyni og öðrum jafnaðarmönnum um að leyfi til veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum, sem hefur nokkra sérstöðu, væru boðin upp. Kom þá aldrei til álita af hálfu ráðherrans að hvetja til afgreiðslu þeirrar tillögu og bjóða leyfi til veiðanna upp í ljósi sérstöðu þessa stofns? Sú aðferð hefði þó komið í veg fyrir þá miklu sóun verðmæta sem nú er talað um því ég hef heyrt það sagt að þjóðarbúið gæti orðið af a.m.k. hálfum milljarði kr. vegna þess hvernig staðið er að veiðunum í ár. Og því miður virðist ljóst að ráðherrann hefur engan hug á því að reyna að breyta þar um.