Staða sjávarþorpa í óbreyttu kvótakerfi

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 15:46:43 (5789)

1997-05-05 15:46:43# 121. lþ. 116.1 fundur 305#B staða sjávarþorpa í óbreyttu kvótakerfi# (óundirbúin fsp.), KHG
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[15:46]

Kristinn H. Gunnarsson:

Herra forseti. Það má vel vera að heppilegra hefði verið að taka málið upp við rýmri skilyrði varðandi ræðutíma. Ég minni á að það væri hugsanlega hægt í umræðum um byggðamál. Þannig stendur nú sú umræða að hún hófst fyrir áramót líklega í nóvember og var þá frestað og hefur ekki verið sett á dagskrá síðan þannig að ekki ber það vott um að hæstv. forsrh. leggi mikið á sig til þess að mönnum gefist kostur á að ræða þessi mál undir þeim dagskrárlið sem væri eðlilegastur.

Ég vek athygli á því að það sem kom fram í svari hæstv. ráðherra er að það þarf aðgerðir hins opinbera við aðstæður eins og þær sem við er að glíma á Þingeyri. Og þær aðgerðir sem þarf eru fyrst og fremst að breyta ákvæðum laga á þann veg að menn geti bjargað sér sjalfir, að ekki sé frá þeim tekinn sá möguleiki að menn geti bjargað sér sjálfir. Og það er illt til þess að vita að formaður Sjálfstfl. skuli engar væntingar gefa mönnum um að þeir hafi stöðu til þess.