Framhald umræðu um Byggðastofnun

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:00:37 (5798)

1997-05-05 16:00:37# 121. lþ. 116.93 fundur 312#B framhald umræðu um Byggðastofnun# (um fundarstjórn), ÓÞÞ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:00]

Ólafur Þ. Þórðarson:

Herra forseti. Það fyrsta sem forseti ákveður í sinni fundarstjórn er að leggja dagskrá fyrir þingið hverju sinni. Á dagskrá í vetur var að ræða skýrslu Byggðastofnunar og ég veit að það var ekki fullrætt og teldi nú ekki óeðlilegt að þingheimur yrði upplýstur um hvenær klárað yrði að ræða þá skýrslu eða hvenær hún kæmi aftur á dagskrá. Nú líður að þinglokum og væri gott að vita það með einhverjum fyrirvara hvort það er ætlun forseta að koma henni á dagskrá fljótlega.