Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:02:59 (5800)

1997-05-05 16:02:59# 121. lþ. 116.2 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., KÁ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:02]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Við kvennalistakonur erum í sjálfu sér sammála því að þörf sé á að stofna Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins en hér er hins vegar þannig að málum staðið að erfitt er að samþykkja þá aðferð sem hér er viðhöfð. Sjónarhornið er allt of þröngt. Hér koma of fáar atvinnugreinar að málinu. Stjórn slíks sjóðs ætti að vera óháð ákveðnum atvinnugreinum. Þar þarf að koma inn þekking og víðsýni til þess að sjóðurinn megi koma að sem mestu gagni.

Þá er ég líka andvíg því að eyrnamerkja heilan milljarð kr. til nýsköpunar á landsbyggðinni. Ég tel það vera úrelta aðferð og að gæði umsókna og almannahagur og þær góðu hugmyndir sem koma fram ættu að vera þarna ríkjandi. Ég tel að það eigi að skoða þetta mál miklu betur og greiði því atkvæði með þeirri tillögu að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar.