Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:04:13 (5801)

1997-05-05 16:04:13# 121. lþ. 116.2 fundur 407. mál: #A Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins# frv., ÁE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:04]

Ágúst Einarsson:

Herra forseti. Þessi tillaga er samhljóða tillögu frá okkur í þingflokki jafnaðarmanna, þ.e. að það beri að vísa málinu til ríkisstjórnarinnar. Þingflokkur jafnaðarmanna styður skynsamlegar aðgerðir til nýsköpunar í atvinnulífinu og hefði fagnað vel útbúnu frv. um nýsköpun og stutt ríkisstjórnina ef sú hefði verið raunin. Svo var ekki. Þetta frv. uppfyllir ekki þau markmið sem það hefði átt að gera í því efni.

Það hefði þurft að skoða þetta mál betur. Fleiri aðilar hefðu átt að koma að undirbúningi og breiðari hópur, bæði við vinnslu og við stjórnun þessa sjóðs. Þingflokkur jafnaðarmanna hefði verið reiðubúinn að taka þátt í að semja nýtt frv. ásamt ríkisstjórnarflokkunum og finna þessu máli betri umgjörð. Þess vegna styðjum við þessa tillögu um að frv. verði vísað til ríkisstjórnarinnar og því fundinn betri farvegur en hér er gert.