Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:27:09 (5810)

1997-05-05 16:27:09# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:27]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég tel að málsmeðferðin á þessu frv. hafi verið eðlileg. Breytingartillögurnar taka mið af brtt. sem samþykktar voru við Atvinnuleysistryggingasjóð og þess má geta að ef deildirnar hafa ekki nóg fjármagn til ráðstöfunar, þá er líka opin leið að greiða til samtryggingar úr ríkissjóði. Ég tel að hér sé um verulega úrbót að ræða í málefnum sjálfstætt starfandi einstaklinga og fagna þessu frv.