Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:32:14 (5814)

1997-05-05 16:32:14# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:32]

Svavar Gestsson:

Herra forseti. Ég held að það væri skynsamlegt að stoppa þessa atkvæðagreiðslu því að ég sé ekki betur en hér sé allt annað mál uppi til atkvæða en menn almennt halda og hæstv. ráðherra hefur upplýst að á bak við hverja deild standi ríkissjóður með orðunum ,,hækkun á tekjum sjóðsins`` í 2. gr. Það hefur enginn skilið þetta svo fyrr að mér heyrist á talsmönnum stjórnarandstöðunnar í nefndinni þannig að það er bersýnilega nauðsynlegt að glöggva sig betur á málinu vegna þess að þetta er augljóslega annað mál en lagt var upp með og hæstv. ráðherra er að reyna að milda málið með algerlega nýjum útleggingum á málinu.