Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:32:56 (5815)

1997-05-05 16:32:56# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:32]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þessi gjörbreytta staða hlýtur að kalla á viðbrögð og þessar upplýsingar komu alls ekki fram við 2. umr., jafnhörð og hún var. Við hljótum að kalla eftir því að málið komi til félmn. aftur á milli 2. og 3. umr. til að hægt sé að fjalla um það af hverju það hefur ekki komið fram fyrr en við atkvæðagreiðsluna að bregðast á öðruvísi við en áður hefur verið upp gefið ef ein deild þessa nýja sjóðs verður fjárvana.