Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:35:04 (5818)

1997-05-05 16:35:04# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., BH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:35]

Bryndís Hlöðversdóttir:

Herra forseti. Ég gerði í upphafi umræðunnar grein fyrir helstu gagnrýni sem fram hefur komið á þetta frv. af minni hálfu og aðrir í stjórnarandstöðunni hafa gert hið sama. Nú vil ég taka undir það sem hér hefur komið fram, þ.e. að sú gagnrýni byggist á því hvernig frv. er lagt fram. En hér liggur fyrir ný yfirlýsing af hálfu hæstv. félmrh. um það að ríkissjóður standi að baki þeim deildum sem ekki geta staðið undir sér sjálfar og þess vegna vil ég taka undir það með hv. þm. Margréti Frímannsdóttur og fleirum sem hér hafa talað í þá veru að málinu verði vísað aftur til nefndar áður en greidd eru um það atkvæði hér vegna þess að það virðist vera fullkomlega óljóst um hvað er verið að greiða atkvæði.