Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:36:17 (5820)

1997-05-05 16:36:17# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., félmrh. (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:36]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég sé enga ástæðu til þess að fresta þessari atkvæðagreiðslu því hv. félmn. getur athugað málið milli 2. og 3 umr. ef henni svo sýnist. En í tillögunni stendur: ,,... hækkun á tekjum sjóðsins.`` Og hækkun á tekjum sjóðsins getur að sjálfsögðu verið bæði fengin með hækkuðu gjaldi og eins framlagi úr ríkissjóði. (BH: Það er í andstöðu við frv.)