Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:36:50 (5821)

1997-05-05 16:36:50# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., SF (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:36]

Siv Friðleifsdóttir:

Herra forseti. Ég sé ekki betur en að við getum klárað þessa atkvæðagreiðslu hér af því að það kemur mjög skýrt fram í frv., með leyfi forseta:

,,Ef sýnt þykir að Tryggingasjóður einyrkja geti ekki staðið við skuldbindingar sínar samkvæmt lögum þessum skal stjórn sjóðsins gera tillögu til ráðherra um hertar úthlutunarreglur og/eða um hækkun á tekjum sjóðsins.``

Það er ekkert verið að loka fyrir að auknar tekjur geti komið til sjóðsins, hugsanlega frá hæstv. ríkisstjórn, þannig að ég skil ekki þetta uppnám sem er hér.