Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:39:35 (5824)

1997-05-05 16:39:35# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., Forseti ÓE
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:39]

Forseti (Ólafur G. Einarsson):

Forseti lítur ekki á það sem neitt oflæti að reikna með að atkvæðagreiðsla geti haldið hér áfram og ítrekar að umræðunni er lokið og það breytist ekkert við það að nefndin athugi málið fyrir atkvæðagreiðslu. Umræðunni er lokið. Breytingartillögur eru komnar fram og þess vegna hljótum við að halda áfram atkvæðagreiðslunni og forseti óskar eindregið eftir samstarfi um það. Málið verði síðan athugað á milli umræðna og ef menn vilja breyta um afstöðu frá 2. umr. til hinnar 3., þá gera menn það.