Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:40:21 (5825)

1997-05-05 16:40:21# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., RG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:40]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þær upplýsingar sem hér hafa komið fram ganga þvert á þær upplýsingar sem komu fram í nefndinni og það er alveg óviðunandi að ráðherra slengi inn svona upplýsingum í miðri atkvæðagreiðslu. En ég heyri að forseti ætlar að halda atkvæðagreiðslu til streitu og a.m.k. er þessi 3. gr. til afgreiðslu nú. Ég vil benda á að mjög óljóst er hvernig fara á með atvinnuleysisbætur til bænda. Um það er fjallað í 3. gr. m.a. Það verður erfitt að skilgreina atvinnuleysi þeirra t.d. þegar hjón reka býlið en býlið ber ekki lengur launalega nema einn aðila. Hvernig á að uppfylla skilyrðin um að viðkomandi sé tilbúinn að taka vinnu annars staðar ef engin atvinnutilboð eru í boði, svo sem inn til dala?

Það hefur orðið mikill samdráttar á mörgum búum. Í stað þess að ríkisstjórnin taki á vandanum er boðið upp á atvinnuleysisbætur til bænda og þar með er búið að niðurlægja þá bændur endanlega sem (Forseti hringir.) baslað hafa við erfiðar aðstæður við mörg bú.

Virðulegi forseti. Ég hlýt líka að vekja athygli á 4. lið þar sem fullkomið ráðherravald er sett á deildina sem aðrar starfsgreinar sjálfstætt starfandi eintaklinga verða settir í.