Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:41:53 (5826)

1997-05-05 16:41:53# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:41]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Ég ætla ekki að taka þátt í umræðu

(Forseti (ÓE): Það er ekki umræða.)

undir þessum dagskrárlið, en vegna þess sem hér er fram komið þá er ég alveg hissa á þeim beiðnum sem komnar eru fram um að fresta atkvæðagreiðslu vegna þess að samkvæmt þingsköpum á eftir að 2. umr. er lokið að fara fram atkvæðagreiðsla. Hún fer nú fram. Við skulum segja sem svo að hér séu að koma fram upplýsingar sem koma þingheimi mjög á óvart, þá er í lófa lagið að taka málið til nefndar á milli umræðna. En nefndarfundur getur ekki farið fram fyrr en þessari atkvæðagreiðslu er lokið þannig að ég styð það að henni ljúki.