Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga

Mánudaginn 05. maí 1997, kl. 16:45:37 (5829)

1997-05-05 16:45:37# 121. lþ. 116.3 fundur 237. mál: #A Tryggingasjóður sjálfstætt starfandi einstaklinga# frv., félmrh. (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur

[16:45]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég hélt að öllum hv. alþm. væri það ljóst að Alþingi hefur fjárveitingavaldið og ef það liggur fyrir að þessi sjóður getur ekki sinnt verkefnum sínum, þá getur Alþingi hvenær sem er við fjárlagagerð bætt úr og aukið þannig tekjur sjóðsins. Svo einfalt er þetta og ég hélt að þetta hefði legið fyrir allan tímann. Það getur orðið eitthvert uppihald. Þarna getur hugsanlega orðið að koma til aukafjárveiting. En Alþingi getur að sjálfsögðu, eins og með aðra hluti sem við ákveðum fé til, lagfært það ef þetta stenst ekki.

Að öðru leyti er rétt að taka það fram að þessi lög skulu endurskoðuð innan tveggja ára þannig að ef mönnum sýnist að reynslan af þessu hafi ekki verið nógu góð, þá er líka tækifæri þar til að bæta úr.

Í þriðja lagi vil ég minna á að hér erum við í 2. umr. málsins. Það er ekkert sem hefur breyst í málinu. Þetta hefur alla tíð legið fyrir.